Fara í efni  

Fræðslukvöld um svefn barna frá fæðingu til 6 ára

Það er okkur því mikil ánægja að bjóða upp á fræðslukvöld um svefn barna frá fæðingu til 6 ára aldurs. Á fræðslukvöldinu mun Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) leitast við að svara algengum spurningum foreldra um svefn barna sinna. Spurningum eins og; Af hverju er svefn mikilvægur? Hversu mikinn svefn þurfa börn 6 ára og yngri? Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum? Hvaða hlutverk spilar daglúrinn og hvenær á að taka hann út? Hvað eru góðar svefnvenjur? Og hvað er til ráða ef barn fæst ekki í bólið, er lengi að sofna, þarf aðstoð við það eða getur ekki sofið í sínu rúmi? Spurningum sem allir foreldrar ungra barna ættu að geta nýtt sér svör við, sama hvort þeir eru á þessum tímapunkti að glíma við svefnerfiðleika eða vilja vita hvað þeir geta gert til að fyrirbyggja að eðlilegar svefntruflanir endi sem langvarandi svefnerfiðleikar.

Skráning fer fram hér.

Linkur á  fræðslukvöldið er hér fyrir neðan:

https://us02web.zoom.us/j/89393806852?pwd=b1JJbEtLY1BLUW40clZ2YmppaGliQT09

Meeting ID: 893 9380 6852
Passcode: 5HLN1X

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00