Fara í efni  

Nýsirkussýning undir berum himni - Allra veðra von

Allra veðra von er nýsirkussýning Hringleiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið.

Sýningin er myndræn og hrífandi fyrir áhorfendur á breiðum aldri óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.

Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum. Gjörvöll menning Íslendinga er sannarlega lituð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis landans og þegar litið er til framtíðar er ekki hjá því komist að horfast í augu við veðrið og tengsl okkar við það.

Hringleikur frumsýndi Allra veðra von í Tjarnarbíói í vor og sýnir verkið utandyra víðsvegar um landið í allt sumarið.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00