Fara í efni  

Hrekkjavökumót Klifurfélags ÍA og Smiðjuloftsins

Það er orðin hefð hjá Klifurfélagi ÍA að halda svokallað Hrekkjavökumót í október. Þá mæta krakkar úr félaginu til leiks í draugalegum búningum og margir með vígalega andlitsmálningu og spreyta sig á klifurleiðunum. Í ár verður í fyrsta sinn hægt að bjóða iðkendum úr félögum utan Akraness að vera með, enda aðstaðan til klifurs orðin stórglæsileg með tilkomu Smiðjuloftsins. Á efri hæðinni verður veitingasala til styrktar Klifurfélagi ÍA. Allir velkomnir að fylgjast með meðan húsrými leyfir. 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00