Fara í efni  

Heimahagarnir

Sólveig Sigurðardóttir, Sissa, heldur myndlistasýninguna Heimahagarnir á Garðakaffi á Írskum dögum.

Sissa er fædd í Reykholti í Borgarfirði árið 1961 en flutti aðeins fjögura ára gömul á Akranes og ólst hèr upp. Hún byrjaði að mála á árinu 2007 og hefur síðan þá sótt fjölda námskeiða þar á meðal hjá Hrönn Eggerts og Bjarna Skúla Ketilssyni (Baska).

Opnun sýningar verður 29. júní frá kl. 17:00-19:00 og stendur til sunnudagsins 2. júlí. Opnunartímar eru frá kl. 10:00-17:00.

Samhliða sýningunni verður spákona á staðnum sem spáir í spil og bolla fyrir gesti og gangandi.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00