Fara í efni  

Fræðslukvöld um svefn barna á grunnskólaaldri

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og nauðsynlegur fyrir börn til að þau geti þroskast og dafnað. Svefnerfiðleikar eða of lítill svefn getur leitt til tíðari veikinda, einbeitingar- og minnisvanda, námserfiðleika, hreyfivirkni, hegðunarvanda og erfiðleika við að takast á við mótlæti í daglegu lífi. Þráðurinn er styttri og samskiptavandi líklegri. Ef undirliggjandi vandi er til staðar geta svefnerfiðleikar ýtt undir einkennin og valdið enn meiri hömlun í daglegu lífi en fyrir er. Foreldrar eru oft óvissir hversu mikinn svefn börnin þeirra þurfa, hvernig eigi að koma á góðum svefnvenjum og takast á við mótþróa á svefntíma.

Það er okkur því mikil ánægja að bjóða upp á fræðslukvöld um svefn grunnskólabarna þar sem Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) fer nánar yfir þessa þætti og veitir góð og gagnleg ráð veitt um hvernig má fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika grunnskólabarna.

Skráning fer fram hér.

Linkur á seinna fræðslukvöldið er hér fyrir neðan:

https://us02web.zoom.us/j/82186235649?pwd=OEkxQmc1dmVHd1NRdEJ1WS9qR0ttQT09

Meeting ID: 821 8623 5649
Passcode: 4ey2jg

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00