Fara í efni  

Fjölskyldutími á Smiðjuloftinu í vetrarfríinu

Stöðugt bætist í hópinn sem nýtir sér Fjölskyldutímana okkar á sunnudögum til góðrar samveru. Nú eru margir í vetrarfríi og langar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Því er tilvalið að kíkja til okkar sunnudagsrúnt, hvort sem þið búið á Skaganum eða fáið ykkur lengri bíltúr úr öðrum sveitarfélögum.

Fjölskyldutíminn verður 21. október á okkar venjulega tíma 11-14. Við tökum fram rólur, trampólín, blöð, liti, bækur og spil og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að spreyta sig á klifurveggjunum. Opinn hljóðnemi fyrir söngglaða.

Þátttökugjald: 800 kr. Leiga á skóm: 200 kr. Kaffi: 200 kr. Yngri en 14 ára í fylgd með fullorðnum.

Athugið að kl. 14 tekur við venjuleg opnun á klifurveggina. Þá kostar stakur tími 1200 kr. og leiga á skóm er: 300 kr.

Nánari upplýsingar á smidjuloftid.is 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00