Fara í efni  

Fjölþjóðlegt málþing um varðveislu báta og skipa

Byggðasafnið í Görðum á Akranesi stendur fyrir alþjóðlegu málþingi um varðveislu báta dagana 23. og 24. febrúar n.k. Á málþinginu munu sérfræðingar í málefninu frá Danmörku, Noregi, Álandseyjum og Íslandi flytja erindi auk þess sem tvær vinnustofur munu fara fram en ljóst er að söfn víða um heim glíma við áskoranir við varðveislu báta. Málþingið ber heitið "Challenges Facing Historic Ship Conservation: Deconstruction or Reconstructions" sem á íslensku útlegst sem Áskoranir við varðveislu báta: taka í sundur eða endurbyggja. Dagskrá fimmtudagsins 23. febrúar mun fara fram í Tónbergi á Akranesi en dagskrá föstudagsins 24. mun fara fram í Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík. Erindi á málþinginu munu öll fara fram á ensku en vinnustofan sem fer fram þann 23. í Tónbergi og miðar að því að skilgreina gildi Kútters Sigurfara fyrir samfélagið, fer fram á íslensku.

Rástefnan er öllum opin en tilkynna skal þátttöku fyrir lok 20. febrúar með tölvupósti á museum@museum.is Skagamenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.

Málþingið er fjármagnað með styrkfé og hafa A.P. Møller fund í Danmörku og Faxaflóahafnir nú þegar staðfest styrkveitingu til málþingsins.

Dagskrá málþingsins

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00