Fara í efni  

Álmaðurinn 2017

Álmaðurinn á Akranesi er skemmtileg þríþrautarkeppni þar sem farið er um þekktustu náttúruperlur á Skaganum, þ.e. Langasand og Akrafjall. Keppt verður í einstaklings- og liðakeppni. Einnig er í boði að fara þrautina án þess að taka þátt í keppninni sjálfri (þeir fara fyrr af stað).  Síðast luku þátttakendur þrautinni á bilinu 1-2 klst. 

Sjóbaðsfélag Akraness skipuleggur keppnina ásamt Björgunarfélagi Akraness og Íþróttabandalagi Akraness en að þessu sinni verður keppnin einnig Jónsmessuviðburður ÍA og eru allir hvattir til að vera með og taka þátt í a.m.k. einu legg þrautarinnar en þeir aðilar leggja af stað 30 mínútum á undan keppendum. Þeir sem ekki taka þátt í keppninni greiða ekki þáttökugjöld en þá er það án tímatöku og möguleika á verðlaunum. 

Þríþrautin hefst miðvikudaginn 28.júní kl. 19:00 fyrir keppendur og klukkan 18:30 fyrir þá sem ekki ætla að keppa. Þrautin byrjar á bílastæði við Akraneshöllina og henni lýkur við Langasand. Kynning á leiðinni verður í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum fyrir keppni. Öll aðstaða fyrir þátttakendur verður í sundlauginni að Jaðarsbökkum sem staðsett er fyrir ofan Langasand.

Þrautin

  • Hjólað verður frá bílastæð við Akraneshöll að Akrafjalli. Leiðin er u.þ.b. 5,5 km. 1,3 km. á malbiki og 4,2 km. á möl. 
  • Þaðan verður haldið upp á Háahnúk á Akrafjalli sem er í um 550 metra hæð og þar skrifað í gestabók.
  • Frá Akrafjalli er svo hjólað aftur að Langasandi (5,5 km).
  • Á Langasandi eru syntir um 400 metrar meðfram ströndinni. Stutt er í heitan pott eftir sundið.
  • Það eru tveir eða þrír saman í liðakeppninni, (hjól, fjallahlaup, sund).

Skráning: Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið ia@ia.is.  Sendið uppl. um: nafn, kt og símanúmer og hvort keppt er í einstaklingskeppni, liðakeppni eða án tímatöku.

Tímataka og drykkjarstöðvarTímataka er á leiðinni. Boðið verður upp á drykki og hressingu við Akrafjall og Langasand.

VerðlaunVerðlaun verða veitt fyrir fyrstu sætin í einstaklingskeppni og sigurvegara í liðakeppni.

Þátttökugjald  og upplýsingarÞátttökugjald er 2.000 kr. í einstaklingskeppnina og 4.000 kr. fyrir hvert lið í liðakeppnina. Nánari upplýsingar um Álmanninn er að finna hér.

ÖryggiAlmennt er lítil umferð ökutækja á hjólaleiðinni en þó eru þátttakendur minntir á að þeir eru á eigin ábyrgð (á hjóli/í hlaupi/á sundi) og eru keppendur hvattir til að nota skærlitaðan fatnað til að auka öryggi. Björgunarsveitarmenn verða á fjallinu og við Langasand.  Synt verður meðfram ströndinni og því á sundmaður að geta staðið í sjónum ef hann þreytist.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00