Fara í efni  

Af bæ í borg - Bæjarlistamenn Akraness á Menningarnótt 19. ágúst

Í ár er Akraness heiðursgestur Menningarnætur. Af gefnu tilefni verður boðið uppá myndarlega dagskrá á veitingastaðnum Messanum við Sjóminjasafnið. Kynntir verða til leiks bæjarlistamenn Akraness frá upphafi sem ætla að taka þar á móti gestum og gangandi yfir daginn. Formleg opnun er kl. 13:30 og stendur hún til kl. 20:00. Hægt er að setjast niður í spjall, skoða og kaupa listmuni og sjá hvernig sum listaverkanna eru gerð. Einnig verða á staðnum matvælaframleiðendur frá Akranesi, meðal annars Vignir og Norðanfiskur sem ætla að bjóða uppá smakk á karfa og Kaja Organic ætlar að bjóða uppá sínar gómsætu hrákökur. Nokkrir bæjarlistamenn munu stíga á stokk þennan dag og er dagskrá dagsins með eftirfarandi hætti:

13:30   Opnunarathöfn
Ávarp Dags B. Eggertssonar borgarstjóri og Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra ásamt því flytur bæjarlistamaður 2012, Sveinn Arnar Sæmundsson og félagar í Kalman kórnum nokkur lög.

14:00   Upplestur rithöfunda
Bæjarlistamaður 2002, Kristján Kristjánsson les úr eigin verkum.

15:30   Tónlist
Bæjarlistamaður 2016, Slitnir strengir flytja nokkur lög.

16:30   Tónlist
Bæjarlistamaður 2001, Smári Vífilsson flytur nokkur lög.

17:00   Upplestur rithöfunda
Bæjarlistamenn 1998 og 2013, Kristín Steinsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa úr eigin verkum.

Akranesferjan á Menningarnótt

Ferðaáætlun
Frá Reykjavík: 08:45, 10:45, 15:45, 17:45, 20:45 og 23:45
Frá Akranesi: 09:30, 11:30, 16:30, 18:30, 21:30 og 00:30

Verðskrá:
Fullorðinn kr. 2500 fram og til baka.
Aldraðir, öryrkjar og börn 6-16 ára kr. 1500 fram og til baka.
Frítt fyrir 0-5 ára
Fjölskyldutilboð: kr. 8000 (2 fullorðnir og allt að þrjú börn 6-16 ára)

Minnum einnig á 20 miða kortin - frábær kaup!
20 miða kort (hver ferð 875 kr.) 17.500
20 miða kort aldraðir, öryrkjar og börn 6-16 ára (hver ferð 500 kr.) 10.000

Fjölmennum og höfum gaman saman!
Sjáumst á Menningarnótt!

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00