Fara í efni  

300 Brunahanar – stúdía í máli og myndum

Föstudaginn 23. mars næstkomandi verður sýningin “300 Brunahanar – stúdía í máli og myndum” opnuð á Akranesi. Höfundar sýningarinnar eru Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og Guðni Hannesson ljósmyndari. Sýningin verður haldin í gömlu lögreglustöðinni að Kirkjubraut 10 á Akranesi. Opnun fer fram föstudaginn 23. mars kl. 17-19 og verður sýningin opin 24. og 25. mars kl. 13-17. Allir eru velkomnir.

Garðar og Guðni hjóluðu um Akranes sumarið 2017 og mynduðu alla brunahana bæjarins. Í ljós kom að á Akranesi eru sjö mismunandi tegundir brunahana, afar misjafnar að útliti, gerð og afli. Á sýningunni verða fulltrúar hverrar tegundar, alls sjö brunahanar. Þeir eru annars vegar sýndir í sínu náttúrulega umhverfi en hins vegar á svörtum grunni þar sem umhverfið hefur verið máð út. Hverri mynd fylgja margvíslegar upplýsingar um viðkomandi brunahana, svo sem um uppruna, sögu, staðsetningu, vatnsþrýsting, rennsli, fjölda viðkomandi tegundar í bæjarlandinu og fleira. Í sýningarskrá er gerð grein fyrir heildarfjölda brunahana á Akranesi og hve margir hanar eru af hverri tegund í póstnúmerinu 300.

Höfundar verða á staðnum og geta upplýst gesti um efni sýningarinnar. Þeir fæddust báðir á Akranesi 1963 og ólust þar upp. Guðni er ljósmyndari og starfsmaður Landmælinga Íslands en Garðar er blaðamaður og ráðgjafi í kynningar- og útgáfumálum.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00