ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Þjónusta :: Íþróttir og tómstundir :: Tómstundir aldraðra
Prenta vefsíðu

Félagsstarf aldraðra og öryrkja

 

Félagsstarf aldraðra og öryrkja er starfrækt 11 mánuði á ári, fimm daga vikunnar frá kl 13:00 - 16:00.  Starfið er skipulagt þannig að föndur og ýmiskonar listsköpun fer fram að Kirkjubraut 40, 3. hæð.  Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar eru skilgreindir fyrir eldri borgara þ.e.a.s. 67 ára og eldri en þriðjudagar eru ætlaðir fyrir öryrkja.  Þó er þessum hópum heimilt að koma aðra daga, fá sér kaffisopa og vera jafnvel með sína eigin handavinnu þó ekki sé verið að sækja sérstök námskeið alla daga.  Á föstudögum er "öðruvísi dagur" en þá er starfið brotið upp og ýmislegt gert til skemmtunar,  eins og að fara á kaffihús, í styttri ferðir, spila bingó eða syngja og skemmta sér á ýmsan hátt. 

Félagsstarf Akraneskaupstaðar býður einnig upp á heilsueflingu fyrir aldraða sem er starfrækt 2 sinnum í viku um það bil 9 mánuði á ári. Á haustin er byrjað með æfingar í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum þar sem meðal annars er leiðbeint í tækjasal og Akraneshöllin notuð til gönguferða og upphitunar.  Vetrarstarfið endar síðan á námskeiði í stafgöngu.  Félagsstarfið sem rekið er á vegum Akraneskaupstaðar er ætlað fyrir öryrkja og eldri bæjarbúa svo og íbúa Hvalfjarðarsveitar 67 ára og eldri.

Á vegum FEBAN - Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni, er rekið félagsstarf fyrir þann aldurshóp sem aðgang hefur að félaginu og er þeirra aldursviðmið 60 ára og eldri. Félagið hefur m.a. boðið upp á sundleikfimi, keilu og boccia og svo er spilað reglulega.

 

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008