ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Prenta vefsíðu

Bahá’íar Akranesi 

Bahá’í trúin telst til sjálfstæðra trúarbragða heimsins og er þeirra yngst. Stofnandi hennar, Bahá’u’lláh (1817-1892), er að áliti bahá’ía sá boðberi Guðs sem stendur okkur næst í tíma í röð boðbera sem nær aftur fyrir ritöld. Í þeirri röð eru meðal annarra Abraham, Móses, Búddha, Saraþústra, Kristur og Múhammeð.
Meginstefið í boðskap Bahá’u’lláh er að mannheimur sé einn og að runninn sé upp dagur sameiningar hans í eitt alheimssamfélag. Bahá’u’lláh segir að Guðhafi komið af stað öflum sögunnar er brjóta niður hefðbundnar hindranir milli kynþátta, stétta, trúflokka og þjóða. Þessi þróun mun fæða af sér alheimssiðmenningu í fyllingu tímans. Megináskorunin sem fólk jarðarinnar stendur andspænis er að vinna að einingu og viðurkenna þá staðreynd að það er ein heild.

Kyrrðarstundir á Akranesi
Alla miðvikudaga kl. 20:30, bjóða bahá’íarnir Ragnheiður og Ólafur á Vogabraut 16, Akranesi, þeim sem áhuga hafa, upp á Kyrrðarstundir. Á þessum Kyrrðarstundum eru m.a. lesnar stuttar ritningar úr ýmsum helgiritum trúarbragða heimsins, beðnar bænir og endað á stuttri hugleiðslu. Nánari upplýsingar í síma 431 2979 og 896 2979.

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008