ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Þjónusta :: Fjölskyldan :: Trúfélög :: Akraneskirkja
Prenta vefsíðu

Akraneskirkja

Akraneskirkja var vígð 23. ágúst 1896. Kirkja Akurnesinga stóð áður í Görðum þar sem kirkjugarðurinn er ennþá.

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er talin á meðal fegurstu guðshúsa landsins. Ýmsir kjörgripir prýða hana. Skírnarskálin er elsti þjónustugripurinn og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju er kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni.

Kirkjulegt starf fer einnig fram í Safnaðarheimilinu Vinaminni, sem vígt var árið 1986.

Einungis fimm sóknarprestar hafa þjónað Akurnesingum frá 1886. Þeir eru:
Sr. Jón A. Sveinsson, 1886 til 1921.
Þorsteinn Briem, 1921 til 1946.
Jón M. Guðjónsson, 1946 til 1975.
Björn Jónsson, 1975 til 1997.
Eðvarð Ingólfsson, frá 1997.

Sjá nánar www.akraneskirkja.is

 

 

 

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008