ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?

Öryrkjar

Félagsleg heimaþjónusta

Þjónusta við öryrkja og aldraða íbúa á Akranesi miðar að því að þeir geti búið eins lengi og unnt er  við eðlilegt heimilislíf.  Heimaþjónusta er veitt eftir mati sem unnið er af öldrunarfulltrúa í samstarfi við hinn aldraða, hinn fatlaða, sjúkrahús, heilsugæslu eða aðstandendur viðkomandi.

Heimsending matar

Öryrkjar og aldraðir eiga þess kost að fá heimsendan mat, eina máltíð á dag, og er það í samvinnu við Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. 

Félags- og tómstundastarf aldraðra og öryrkja

Félags- og tómstundastarf er starfrækt 11 mánuði ársins þrisvar sinnum  í viku  að Kirkjubraut 40.  

Samþætting félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar

Náið samstarf er við heilsugæslu varðandi þá einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu.  Skipulagning er í höndum öldrunarfulltrúa og deildarstjóra heimahjúkrunar.

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008