ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?

Fatlaðir

Þann 1. janúar 2011 tóku sveitarfélög við þjónustu við fatlað fólk. Akraneskaupstaður tók þá við þjónustu við fólk með fötlun og veitir eftirfarandi þjónustu:

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað

Liðveisla

Unnið skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðum kost á liðveislu.  Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð við að njóta menningar- og félagslífs.  

Ferðaþjónusta fatlaðra einstaklinga
Á Akranesi er rekin ferðaþjónusta fyrir fatlaða frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Ferðaþjónusta fatlaðra er ætluð fyrir þá sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki til að geta stundað atvinnu, hæfingu, skóla eða farið
til læknis. Félagsmálastjóri úrskurðar um þá einstaklinga sem eiga rétt á þjónustu. 

Ráðgjöf

Hjá félagsþjónustunni er boðið upp á ráðgjöf og aðstoð við fatlað fólk, foreldra fatlaðra barna og ungmenna og aðstandendur til viðbótar við það sem fyrir er hjá félagsþjónustunni. Ráðgjafar eru þær Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi, netfang arnheidur.andresdottir@akranes.is og Klara Bragadóttir sálfræðingur, netfang klara.bragadottir@akranes.is

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Réttindagæslumaður skal vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

Skólar

Í leikskólunum eru starfandi sérkennslustjórar sem smá um skipulag þjónustu við börn með fatlanir og náin samvinna er milli sérkennslustjóra og sérfræðiþjónustu. Þegar kemur að grunnskólagöngu geta foreldrar valið milli þess að barnið stundi nám í almennum bekk eða sérdeild. Sjá umfjöllun um sérdeild.

Lengd viðvera/tómstundastarf fyrir nemendur með fötlun í 5.-10. bekk eftir að skóla lýkur

Þjónustan er fyrir nemendur sem eru með fötlun sem þurfa gæslu og umönnun eftir að skóla lýkur til kl. 17:00. Áhersla er lögð á að nemendur geti tekið þátt í og sinnt sínu tómstundastarfi og íþróttastarfi samhliða lengri viðveru. Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfið hjá deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála, netfang ludvik.gunnarsson hjá akranes.is eða á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar arnardalur: http://www.akranes.is/arnardalur

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað og gjaldskrá

Stuðningsfjölskyldur

Unnið er skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sveitarfélög skulu eftir föngum gefa fötluðum börnum kost á stuðningsfjölskyldu. Með stuðningsfjölskyldu er átt við dvöl hjá annarri fjölskyldu og er hugsað sem hvíldarúrræði fyrir foreldra barnsins og sem tilbreyting fyrir það. Viðkomandi fjölskylda þarf að hafa leyfi barnaverndaryfirvalda til að geta unnið sem stuðningsfjölskylda. Umsókn um stuðningsfjölskyldu kemur frá aðstandendum.

Skammtímavistun

Unnið er skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Skammtímavistun er í samvinnu við Borgarbyggð/þjónustusvæðið. Hún er staðsett í Holti í Borgarbyggð og á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Skammtímavistun er hugsuð bæði sem hvíldarúrræði fyrir heimili barnsins en ekki síður til að auka félagsþroska barnsins og skapa vináttutengsl milli þeirra. Umsóknir um skammtímavistun koma frá aðstandendum og sendist til Félagsþjónustu Borgarbyggðar, Borgarbraut 12 310 Borgarnesi og afrit til Félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16 - 18  300 Akranesi . Hér má nálgast eyðublað vegna umsóknar um skammtímavistun.

Endurhæfingarhúsið Hver

Endurhæfingarhúsið Hver er staðsett Suðurgötu 57, 300 Akranesi. Hver er ætlað fyrir öryrkja og einnig einstaklega sem hafa dottið út úr sínum hlutverkum í lífinu vegna veikinda, slysa eða áfalla. Í þeirra hópi eru einstaklingar með ýmiss konar vandamál s.s. félags-, geðræn og líkamleg vandamál.

Hver einstaklingur sem sækir Hver fer í gegnum markmiðssetningu í upphafi. Þar setur hann sér markmið í samvinnu við forstöðumann/iðjuþjálfara og farið er í gegnum hvernig viðkomandi einstaklingur getur nýtt sér staðinn. Það getur verið að:

 • brjóta félagslega einangrun
 • vera innan um annað fólk
 • kynnast öðru fólki
 • auka virkni
 • auka færni sína við dagleg störf
 • vera virkur í samfélaginu
 • komast út á vinnumarkaðinn
 • komast í nám
 • annað

Einstaklingar geta mætt á staðinn og gengið í ákveðin verkefni eða hlutverk að eigin ósk t.d. tómstundaiðkun, tölvuverkefni, lesið blöðin, fengið sér kaffi o.m.fl. Forstöðumaður Endurhæfingarhússins er Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir

Sambýlið að Vesturgötu

Unnið er skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Umsókn um búsetu kemur frá hinum fatlaða sjálfum eða aðstandendum hans. Forstöðuþroskaþjálfi er Jórunn Guðmundsdóttir, netfang: jorunn.gudmundsdottir hjá akranes.is

Sambýlið að Laugarbraut

Unnið er skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. umsókn um búsetu kemur frá hinum fatlaða eða aðstandendum hans. Forstöðuþroskaþjálfi er Jórunn Petra Guðmundsdóttir, netfang jorunn.gudmundsdottir hjá akranes.is

Frekari liðveisla við fatlað fólk

Margháttuð aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs. Unnið er skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Umsókn um búsetu kemur frá hinum fatlaða eða aðstandendum hans. Forstöðumaður búsetuþjónustu  er Margrét Magnúsdóttir, netfang margret.magnusdottir hjá akranes.is

Fjöliðjan, vinnu- og hæfingarstaður
Fjöliðjan er vinnustaður þar sem boðið er upp á verndaða vinnu og hæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Eingöngu fatlaðir einstaklingar eiga kost á starfi hjá Fjöliðjunni.

Markmið Fjöliðjunnar er að starfrækja verndaðan vinnustað á grundvelli laga um málefni fatlaðra:

 • Veita þeim sem ekki eiga kost á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi
 • Veita fötluðum þjálfun og endurhæfingu til starfa á almennum vinnumarkaði
 • Veita starfsþjálfun sem eykur möguleika til blöndunnar í samfélagi ófatlaðra á gagnkvæmum forsendum
 • Bjóða upp á næg og fjölbreytt verkefni sem taka mið af þjálfunargildi
 • Líkja sem mest eftir algengum (væntanlegum) vinnuaðstæðnum og kröfum á almennum vinnumarkaði
 • Veita öllum viðskiptavinum(þjónustuþegum) góða og svegjanlega þjónustu er fellur að mismunandi þörfum og óskum þeirra
 • Starfsemi Fjöliðjunnar verði í sem mestum tengslum við atvinnulífið og að allar aðstæður og starfskjör líkist því sem almenn gerist

Forstöðumaður Fjöliðjunnar er Guðmundur Páll Jónsson, netfang: gudmundur.pall.jonsson hjá akranes.is 

Formaður stjórnar Fjöliðjunnar er Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri, fjölskyldusviði Akraneskaupstaðar.

Fjöliðjan - vinnu- og hæfingarstaður

Dalbraut 10

300 Akranesi

Sími: 433 1720
Netfang: fjolidjan hjá aknet.is

Vefur: http://fjolidjan.hlutverk.is

Þjónusta við Hvalfjarðarsveit

Akraneskaupstaður veitir íbúum Hvalfjarðarsveitar þá þjónustu sem fellur undir gr. 5.1 og 5.2 í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða. Ákvæði þess samnings gilda um þjónustuna eftir því sem við á. Samstarf er milli félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar og starfsmanna félagsþjónustu Akraneskaupstaðar sem sjá um þjónustu við fatlaða. Samvinna er um þá þjónustu sem fötluðum íbúum Hvalfjarðarsveitar stendur til boða skv. 1. gr. samnings milli aðila.

 

Sjá frekari upplýsingar

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008