ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Þjónusta :: Að flytja á Akranes :: Menning og mannlíf
Prenta vefsíðu

Menning og mannlíf

Menningarlíf á Akranesi er í miklum blóma. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Menning er að margra mati hornsteinn hvers sveitarfélags; íbúar sækja í listviðburði og hverskonar félagastarfsemi til að auðga líf sitt og fá útrás fyrir sköpunarþörf. Á Akranesi er öflugt menningarlíf, ekki síst á sviði tónlistar. Í Tónlistarskólanum á Akranesi fer fram kröftugt og fjölbreytt starf og fjölmargir Skagamenn syngja með kórum eða spila með hljómsveitum. Í listasetrinu Kirkjuhvoli eru reglulega haldnar sýningar og víða um bæinn má sækja listviðburði af ýmsum toga. Í nóvemberbyrjun ár hvert er haldin mikil menningarhátíð á Akranesi, Vökudagar, þar sem Skagamenn og gestir njóta alls hins besta sem listafólkið í bænum hefur að bjóða auk þess sem fjölmargir listamenn aðrir leggja leið sína á Skagann til að taka þátt í þessari mögnuðu hátíð.

Í kaflanum um mannlíf hér á vef Akraneskaupstaðar er að finna ítarlegar upplýsingar um mannlíf og menningu í bænum. Nánari upplýsingar um söfn, sýningar, tónleika og aðra menningarviðburði má einnig  finna á upplýsingavef Akraneskaupstaðar fyrir gesti og ferðamenn, www.visitakranes.is.

 

 

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008