ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Þjónusta :: Að flytja á Akranes
Prenta vefsíðu

Allt um Akranes

Á Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Akranes er friðsæll og fallegur bær, aðeins steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu,  þar sem fjölskyldur geta búið sér sitt framtíðarheimili. Á Akranesi er einstaklega fjölskylduvænt og öruggt umhverfi þar sem áhersla er lögð á mikla og vandaða þjónustu við íbúa. Öflugt atvinnulíf sem býður upp á örugg störf á margvíslegum vettvangi, ásamt húsnæði á góðu verði, hefur orðið til þess að sífellt fleiri kjósa að búa á Akranesi.

Menntun skiptir miklu máli og á Akranesi eru menntastofnanir í hæsta gæðaflokki eins og sannaðist svo vel þegar Grundaskóli á Akranesi fékk fyrstur grunnskóla íslensku menntaverðlaunin. Leikskólar og framhaldsskóli eru einnig reknir af sama metnaði og grunnskólarnir. Á Akranesi er mikið og öflugt íþróttastarf og aðstaða til íþróttaiðkunar með því besta sem þekkist á Íslandi.

Safnasvæðið að Görðum er án efa menningarmiðstöð Akurnesinga og vinsæll áfangastaður ferðafólks, stundum jafnvel kallað eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar ferðaþjónustu. Þar skammt frá er hinn margrómaði 18 holu golfvöllur Skagamanna, Garðavöllur, og sömuleiðis útivistarsvæði Akurnesinga, Garðalundur, þar sem finna má leiktæki og sparkvelli fyrir börn á öllum aldri. Sundlaugin og íþróttavöllurinn að Jaðarsbökkum eru sömuleiðis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Safnasvæðinu, að ógleymdri útivistarparadísinni Langasandi. Fólk getur því auðveldlega átt skemmtilegar stundir á Skaganum.

Viltu vita meira um Akranes?

 

 

 

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008