Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

39. fundur 06. júní 2016 kl. 08:00 - 09:08 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjóustu
Dagskrá

1.Grundaskóli - heimild til ráðningu fagaðila 2016-2017

1605045

Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs lagði fram erindi á fundi skóla- og frístundaráðs 12. maí s.l. þar sem farið var yfir metna þjónustuþörf nemenda með sérþarfir í grunnskólum Akraneskaupstaðar fyrir skólaárið 2016-2017. Skóla- og frístundaráðið tók málið fyrir á fundi sínum en frestaði afgreiðslu þess. Málið var einnig á dagskrá fundar ráðsins 30. maí sl. og ákvað ráðið að fela Gunnari Gíslasyni ráðgjafa að kanna hvaða leiðir eru færar til að mæta þörf fyrir þjónustu við nemendur með sérþarfir.
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnafulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum og Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúi kennara í grunnskóla.

Gunnar Gíslason ráðgjafi fór yfir leiðir til að mæta aukinni þörf á ráðningu fagfólks vegna fjölgunar barna í Grundaskóla með miklar sérþarfir. Umrætt mat er unnið af Þjónusturáði skóla- og frístundaráðs, en hlutverk þess er að meta þjónustuþörf nemenda með sérþarfir.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að til þess að mæta aukinni þörf í Grundaskóla á næsta skólaári er lagt til að bætt verði við tímabundið 1,5 stöðugildum fagaðila frá 1.08 2016. Þá er lagt til að 0,5 stöðugildi verði færð frá sérdeild Brekkubæjarskóla í Grundaskóla og hefur verið leitað eftir því hjá stjórnanda Þorpsins hvort þau geti komið að málinu. Hefur verið tekið vel í að leita leiða til þess.
Kostnaður við að bæta við 1,5 stöðugildum fagaðila er áætlað að verði ekki hærri en kr. 4.100.000,- á þessu ári, en á ársgrundvelli verði hann ekki hærri en kr. 9.750.000,-.

Hér er lagt til að um tímabundna lausn verði að ræða. Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að fundnar verði leiðir sem jafna mun á þjónustu skólanna til framtíðar sem taki mið af því að ígildi 0,68 sérkennslustunda á nemanda séu til ráðstöfnunar í grunnskólum á Akranesi. Þeirri vinnu verði lokið fyrir lok september 2016 og verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017.

2.Kjarasamningur grunnskólakennara júní 2016

1606015

Þann 30. maí s.l. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning.
Ingibjörg vék af fundi kl. 8:44. Kristinn Hallur Sveinsson mætti til fundar kl. 8:44.

Elís Þór vék af fundi kl. 8:56.
Arnbjörg vék af fundi kl. 9:01.

Skólastjórnendur fóru yfir helstu atriði í nýjum kjarasamningi grunnskólakennara sem nú er til kynningar og í atkvæðagreiðslu. Ljóst er að ýmis ákvæði í samningnum munu leiða til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélögum. Skóla- og frístundaráð hefur áhyggjur af því að gengið hafi verið til samninga án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og skólastjórnendur vegna ýmissa kostnaðarauka og annarra atriða sem geta verið flókin í framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 09:08.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00