Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

38. fundur 26. júlí 2016 kl. 11:30 - 12:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1604120

Deiliskipulag Hafnarsvæðis H3 vegna stækkunar byggingarreits við Krókatún 22-24.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 6. júní til og með 20. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

2.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, Baugalundur 14 og 16

1606051

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Baugalund 12 og 18.
Eigendur Baugalundar 12 og 18 hafa undirritað samþykki sitt vegna breytinga á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga.
Breytingin felur í sér að bindandi byggingarlína er færð 2,4m innar í lóðirnar við Baugalund nr. 14 og 16, breytingin var grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00