Fara í efni  

Bæjarstjórn

1234. fundur 10. maí 2016 kl. 17:00 - 18:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

Forseti óskaði eftir að taka inn á dagskrá með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi mál:

Nr. 1512116
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016 (verður mál nr. 4 á dagskrá fundarins).

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - A hluti

1604099

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015, A-hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Til máls tóku:
ÓA sem leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa:

"Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar leggja sameiginlega fram eftirfarandi bókun við framlagningu ársreiknings 2015 í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 10. maí 2016:

Á rekstrarárinu 2015 skilar Akraneskaupstaður rúmlega 75 milljón króna afgangi eða um 24 milljónum króna umfram áætlun og verður það að teljast góður árangur ef horft er til rekstrarskilyrða og rekstrarútkomu sveitarfélaga á árinu. Rekstrarárið 2015 var sveitarfélögum veruleg áskorun vegna mikilla launahækkana og tilsvarandi hækkunar á lífeyrisskuldbindingum.

Rekstur A-hluta Akraneskaupstaðar skilaði rúmum 200 m.kr. á árinu en tap á B-hluta Akraneskaupstaðar var um 125 m.kr. og þar af er hluti hjúkrunar og dvalarheimilisins Höfða um 116 m.kr.

Rekstur Akraneskaupstaðar er traustur og bera lykiltölur í rekstri bæjarfélagsins þess merki. Skuldahlutfall samstæðunnar fer lækkandi og er 116%, eiginfjárhlutfallið er 45%, veltufjárhlutfall er yfir 1 og veltufé frá rekstri nam rúmum 689 m.kr. á árinu 2015. Í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið hækkar hlutfall útsvars í rekstratekjum og er það ánægjulegur viðsnúningur.

Í ársreikningi 2015 birtast einnig áskoranir sem þarf að takast á við og ber þá helst að nefna að lífeyrisskuldbindingar eru háar og fara hækkandi en ánægjulegt er að samningaviðræður eru hafnar við ríkið um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Hjúkrunar og dvalarheimilisins Höfða til samræmis við samninga sem gerðir voru við sjálfstæð hjúkrunarheimili á árinu 2014.

Framlegðarhlutfall rekstrar er 4,3% og hækkar lítillega milli ára sem er ánægjulegt en betur má ef duga skal því markmiðið er að ná þessu hlutfalli yfir 10% á næstu árum og unnið er að því markmiði.

Það verður áfram verkefni bæjarfulltrúa á Akranesi að byggja betri grunn undir rekstur Akraneskaupstaðar þannig að tekjur og gjöld verði í góðu jafnvægi og Akraneskaupstaður geti sinnt þeim mikilvægu verkefnum og þjónustu sem honum ber til framtíðar."
(sign)
ÓA,SI,VÞG,RÓ,ÞG,VLJ,IP og VE.

Frh umræðu:
IV gerir grein fyrir að þó hún sé sammála mörgu í bókuninni sé hún ekki sammála öllu og vilji af þeirri ástæðu ekki standa að bókuninni.

IP, RÁ, VLJ, VE, RÁ, ÓA, VLJ, ÞG, RÁ, VÞG.


Rekstrarniðurstaða A-hluta Akraneskaupstaðar er jákvæð um 200,3 mkr.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - B hluti

1604100

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
2.2 Gáma
2.3 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.4 Háhiti ehf.
Rekstrarniðurstaða B-hluta Akraneskaupstaðar er neikvæð um 125,1 mkr.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - samstæða

1604101

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2015. Síðari umræða.
Til máls tóku:

Rekstrarniðurstaða ársreiknings Akraneskaupstaðar (A- og B hluta) er jákvæð um 75,1 mkr.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl síðastliðinn endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem felur í sér samtals 512,9 mkr. í framkvæmdir á árinu 2016 eða hækkun um samtals 75.5 mkr. frá áður samþykktri áætlun. Bæjarráð óskar eftir samþykki bæjarstjórnar á endurskoðaðri áætlun.
Til máls tóku:
RÓ, IV, VLJ, ÓA, IP, IV, ÓA, RÓ, IP og SI.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2016 og ráðstöfun fjármuna til hennar.
Samþykkt 8:0 (VLJ situr hjá).

5.Skýrsla bæjarstjóra

1601399

Bæjarstjóri flytur skýrslu um helstu atriði í störfum sínum frá 23. mars síðastliðnum til 1. maí síðastliðinn.
Skýrslan lögð fram.

6.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3179. fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl 2016.
Til máls tóku:
ÓA um lið nr. 2.
VLJ um lið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

36. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 15 apríl 2016.
Til máls tók:
SI um lið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

32. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 2. maí 2016.
Til máls tók:
RÓ um liði nr. 3, nr. 5 og nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

229. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

63. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils frá 18. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00