ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?

Fundir fjölskylduráðs

Í 52. og 53. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar skal fjölskylduráð að jafnaði halda fund á föstum tíma og eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði. Aukafundi skal halda eftir þörfum að ákvörðun formanns eða ef framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, bæjarstjóri, formaður ráðsins eða a.m.k. tveir ráðsmenn óska þess.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs undirbýr ráðsfundi í samráði við formann ráðsins. Hann sér um að fjölskylduráð sé boðað til fundar með skriflegu fundarboði ásamt dagskrá a.m.k. einum sólarhring fyrir fund. Geti ráðsmaður ekki sótt fund, tilkynnir hann forföll til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og og óskar eftir því að varamaður verði boðaður.

Fastir fundir fjölskylduráðs eru 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði og hefjast kl. 16:30.

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008