ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Stjórnsýsla :: Bæjarstjórn :: Stefnur og markmið
Prenta vefsíðu

Stefnur og markmið

Mannréttindastefna

Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 25. mars 2014. Mannréttindi eru varin í stjórnarskrá Íslands sem og ýmsum sáttmálum, samningum og yfirlýsingum sem Ísland er aðili að. Mannréttindastefna sú er hér birtist grundvallast á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, alþjóðlegum sáttmálum og tekur jafnframt mið af stefnumótun sem áður hefur farið fram í bæjarfélaginu um málefni sem tengjast mannréttindum, s.s. skólastefnu, velferðarstefnu, íþróttastefnu, upplýsingastefnu og starfsmannastefnu. Að öðru leyti byggir mannréttindastefnan á jafnræðisreglunni sem birtist í öllum helstu mannréttindasamþykktum og kveður á um að allar manneskjur skuli njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, lífs- eða stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar eða annarra tilfallandi eiginleika eða stöðu.
Íslenska útgáfu má nálagast hér.
Enska útgáfu má nálgast hér.

Skólastefna

Skólastefna Akraneskaupstaðar var gefin út 6. nóvember 2013. Hlutverk skóla á Akranesi er að skapa skilyrði fyrir nemendur þannig að þeir nái að nýta hæfileika sína, efla sjálfstæði sitt og þroska með sér góð samskipti við samferðamenn. Skólastefna Akraneskaupstaðar tekur til leikskóla, grunnskóla og Tónlistarskólans á Akranesi.

Velferðarstefna

Velferðarstefna Akraneskaupstaðar var gefin út 6. nóvember 2013. Hlutverk hennar er að vera leiðarljós fyrir stofnanir og félagasamtök á Akranesi þannig að forvarnarstarf nái til sem flestra þátta sem geta haft áhrif á heilbrigt líferni íbúanna og stuðla þannig að góðri lýðhelsu og velferð.

Innkaupastefna

Tilgangur innkaupastefnu Akraneskaupstaðar er að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Akraneskaupstaðar og tryggja gæði vöru og þjónustu. Reglum þessum er einnig ætlað að tryggja eins og kostur er góða og viðurkennda viðskiptahætti hjá Akraneskaupstað. Loks er tilgangur reglna þessara að tryggja að stjórnsýsla Akraneskaupstaðar við innkaup séu í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Starfsmannastefna 

Bæjarstjórn Akraness samþykkti starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar á fundi þann 13. nóvember 2001 og nær hún til allra þeirra sem ráðnir eru til starfa hjá Akraneskaupstað. Um almenn réttindi og skyldur starfsmanna kaupstaðarins fer eftir ákvæðum laga, samþykkta, kjarasamningum svo og ráðningarsamningum.  Markmið Akraneskaupstaðar með starfsmannastefnunni er að leitast við að tryggja að vinnustaðir Akraneskaupstaðar séu góðir og að þar þróist fagþekking, verkkunnátta og þjónustulund í samræmi við markmið bæjarstjórnar og þarfir bæjarfélagsins.

Staðardagskrá21 - Ólafsvíkuryfirlýsingin

Yfirlýsingin varðar framlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er m.a. sjálfbær þróun sem tryggir lífsgrundvöll og lífsgæði jafnt fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að athafnir í heimabyggð okkar séu innan þeirra marka sem náttúran þolir, jafnt hnattræn sem heima fyrir.

Atvinnumálastefna

Atvinnumálastefna Akraneskaupstaðar var gefin út í maí 2014.  Með atvinnumálastefnunni er ætlunin að gera grein fyrir markmiðum Akraneskaupstaðar í mótun og uppbyggingu atvinnumála í bæjarfélaginu.

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008