ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Mannlíf :: Akranes fyrr og nú :: Vörður á leið til vaxtar
Prenta vefsíðu

Vörður á leið til vaxtar

Atvinnulífið á Akranesi tók miklum stakkaskiptum í lok áttunda áratugarins þegar járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var byggð og aftur þegar álver var reist á Grundartanga.  Bylting varð svo í samgöngumálum Akurnesinga þann 11. júlí 1998 þegar göng undir Hvalfjörð voru opnuð en þau styttu leiðina á milli Akraness og Reykjavíkur um 60 kílómetra. Göngin opnuðu mikla möguleika fyrir bæjarbúa sem og aðra íbúa Vesturlands til atvinnusóknar, skólasóknar og til afþreyingar enda fara daglega hundruð bíla um göngin. Með tilkomu strætóferða á milli Akraness og Reykjavíkur og tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu opnuðust enn fleiri möguleikar fyrir Skagamenn að sækja skóla og þjónustu til Reykjavíkur en ekki síður fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að komast á ódýran og öruggan hátt upp á Skaga sér til ánægju og heilsubótar!

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008