ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Mannlíf :: Akranes fyrr og nú :: Meistari Brynjólfur
Prenta vefsíðu

Meistari Brynjólfur hóf þar útgerð

Um miðja sautjándu öld hóf meistari Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti útgerð frá Steinsvör á Akranesi og myndast þá einn fyrsti vísir að sjávarþorpi á Íslandi. Tilgangurinn með útgerð Brynjólfs var að afla Skálholtsskóla tekna til að standa straum af rekstri hans.  Allt frá tíma Brynjólfs hefur útgerð verið ein af meginstoðum atvinnulífs á Akranesi.

Árið 1864 varð Akranes löggiltur verslunarstaður en verslun hófst við Lambhúsasund. Verslun á Akranesi þjónaði fyrst og fremst sjávarþorpinu og sveitunum í kring enda voru samgöngur við Reykjavík takmarkaðar við samgöngur á sjó. Seint á nítjándu öld er Akraneshreppi skipt í Innri Akraneshrepp þar sem landbúnaður var að mestu stundaður og Ytri Akraneshrepp þar sem útgerð og verslun voru aðalatvinnuvegirnir.

Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942 og þá hófst mikið blómaskeið í sögu bæjarins. Íslenska ríkið ákvað að reisa sementsverksmiðju á Akranesi árið 1958 og útgerð styrktist þar sem mikil endurnýjun átti sér stað á fiskiskipaflotanum.

Með byggingu Sementsverksmiðjunnar var þriðja stoðin, iðnaðurinn, treystur í sessi í atvinnulífi bæjarbúa. Fljótlega eftir stofnun Sementsverksmiðjunnar var farið að steypa götur bæjarins og var Akranes með fyrstu sveitarfélögum að leggja bundið slitlag á götur. Sementsverksmiðjan hefur um áraraðir verið mikilvægur þáttur í atvinnulífi bæjarins og strompur verksmiðjunnar gegnir auk þess því veigamikla hlutverki að vera einskonar veðurviti þar sem vindátt og vindstyrkur er mældur í stöðu reyksins sem frá strompinum fer.

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008