ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Mannlíf :: Akranes fyrr og nú :: Húsin í bænum
Prenta vefsíðu

Húsin í bænum

Akranes er gamall bær á íslenskan mælikvarða og hægt er að sjá stóran hluta af byggingasögu Íslands með því að ganga um götur bæjarins. Nær öll stílbrigði íslenskrar byggingalistar er að finna á Akranesi. Meðfram Vesturgötunni eru til að mynda hús allt frá aldamótum til okkar daga. Fyrsta steinhúsið sem byggt var á Íslandi með því að slá upp steypumótum var byggt að Görðum sem prestsetur en þeirri byggingu var lokið árið 1882. Nú er Garðahúsið endurbyggt og stendur við Byggðasafnið að Görðum ásamt nokkrum merkum, uppgerðum húsum frá síðustu tveimur öldum. Kirkja var reist á Akranesi árið 1896 eftir að ákveðið var að flytja hana frá Görðum til Akraness.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Akranesi hin síðari ár. Ný hverfi hafa byggst hratt upp og margar tilkomumiklar byggingar prýða nú bæinn. Það bætist því enn í hina litríku flóru byggingalistar sem áður er nefnd.

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008