ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Forsíða :: Mannlíf :: Akranes fyrr og nú :: Hin írska arfleifð
Prenta vefsíðu

Nánar um hina Írsku arfleifð

Írar námu land á Akranesi og í bókinni Akranes – saga og samtíð er þennan texta að finna:

“Litlu eftir 880 komu af Írlandi tveir bræður, þá talsvert fullorðnir, ásamt uppkomnum börnum og öðru fólki. Eiginkvenna þeirra er eigi getið. Þessir bræður voru Þormóður og Ketill Bresasynir, bornir og barnfæddir á Írlandi, en af norskum ættum. Bresasynir námu Akranes allt, Þormóður sunnan Akrafjalls og Ketill norðan. Fyrir í landnáminu voru Hrosskell nokkur Þorsteinsson og sonur hans Hallkell, sem numið höfðu land á Akranesi og ráku Bresasynir þá brott.

Þormóður reisti sér bæ á Innra-Hólmi, en óvíst er um bústað Ketils, þótt álíta megi að hann hafi búið á Ytra-Hólmi. Á Innra-Hólmi bjó síðan dóttursonur hans, Ásólfur alskik Konálsson, munkur og sennilega prestvígður. En af honum er nokkur saga. Sonur Ketils var Jörundur hinn kristni og reisti hann bú í Jörundarholti þar sem síðar heitir í Görðum. Einn afkomenda hans var Þorgeir Hávarsson, ein kunnasta sögupersónan í Fóstbræðrasögu og Halldór Laxness túlkar á eftirminnilegan hátt í skáldverki sínu Gerplu.

Þá er ógetið tveggja írskra manna er fengu land í landnámi Bresasona. Annar var Bekan og byggði hann bæ sinn á Bekanstöðum. Hinn var Kalman er bjó í Katanesi og Kalmansá er við kennd. Hann hafði þó skamma viðdvöl, því við það að tveir synir hans drukknuðu í Hvalfirði flutti hann búferlum að Kalmanstungu og drukknaði síðan sjálfur í Hvítá á leið til fundar við frillu sína.” 

Fyrstu helgi júlímánaðar ár hvert eru haldnir Írskir dagar á Akranesi til að minnast þessarar arfleifðar og gera bæjarbúum og gestum dagamun um leið. Nánari upplýsingar um þessa skemmtilegu hátíð er að finna á vef Írskra daga: www.irskirdagar.is.

 

 

 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008