Fara í efni  

Vökudagar 2015

Fjölskyldustund á Vökudögum.
Fjölskyldustund á Vökudögum.

Hin árlega lista- og menningarhátíð Vökudagar verður haldin á Akranesi 29. október til 8. nóvember næstkomandi. Bæjaryfirvöld á Akranesi bjóða til menningarhátíðarinnar en tilgangur hennar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda meðal bæjarbúa; reyndar hefur hróður hennar borist langt út fyrir bæjarmörkin enda sækir fólk úr nágrannasveitarfélögum og jafnvel víðar að þessa skemmtilegu hátíð. Dagskrá hennar og viðburðir hafa sömuleiðis orðið viðameiri með hverju árinu og einnig hefur þátttaka fyrirtækja og stofnana aukist jafnt og þétt. Til að mynda eru viðburðir eins og Ungir-Gamlir, ljósmyndasýningar og tónleikar fastir viðburðir á Vökudögum ár hvert og íbúar Akraness og gestir þeirra fara á milli viðburða á þessari skemmtilegu og fjölbreyttu hátíð.

Undirbúningur hátíðarinnar er hafinn og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með dagskrárlið á Vökudögum hvattir til að hafa samband við Önnu Leif Elídóttur, verkefnastjóra í menningartengdum verkefnum í tölvupósti eða í síma 898-2481. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00