Fara í efni  

Hallgrímur verkefnastjóri Írskra daga

Mynd tekin í Garðalundi á Írskum dögum árið 2014
Mynd tekin í Garðalundi á Írskum dögum árið 2014

Hallgrímur ÓlafssonHallgrímur Ólafsson leikari hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Írskra daga 2015. Starfið var auglýst um miðjan apríl með umsóknarfresti til 6. maí. Ellefu umsækjendur voru um starfið en einn dró umsókn sína tilbaka. Hallgrímur er með B.F.A gráðu frá Listaháskóla Íslands frá árinu 2007 og var nýlega ráðinn til starfa hjá Þjóðleikhúsinu en hann var fastráðinn við Borgarleikhúsið árin 2008-2014 og lék þar í fjölda sýninga, m.a. Gullregni sem hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, til að mynda Fangavaktinni og Stelpunum.

Hallgrímur hefur góða reynslu af verkefnastjórnun og leikstjórn en hann leikstýrði listasmiðju á Vopnafirði, var aðstoðarleikstjóri leikritsins Fjalla Eyvindar í Þjóðleikhúsinu og hefur leikstýrt nemendum Fjölbrautaskólans á Vesturlandi þrívegis en síðasta verkefnið hans á því sviði var hinn afar vel heppnaði söngleikur Grease sem sýndur var í Bíóhöllinni síðastliðið vor.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00