Fara í efni  

Bæjarráð fagnar sólarhringsvakt á lögreglustöðinni á Akranesi

Ljósmynd frá 112 deginum árið 2016.
Ljósmynd frá 112 deginum árið 2016.

Á fundi bæjarráðs þann 12. janúar síðastliðinn var lagt fram bréf frá Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Vesturlandi þar sem tilkynnt var að frá og með 1. janúar 2017 væri komin á sólarhringsvakt á lögreglustöðinni á Akranesi að nýju. Lögreglustöðin á Akranesi verður keyrð á tveimur tólf tíma vöktum á Akranesi og í Borgarnesi sem 12 lögregluþjónar skipta með sér. Hjá embættinu á Snæfellsnesi og í Dölum eru 12 tíma vaktir lögreglu og bakvaktir utan þess tíma. Síðastliðið sumar var sólahringsvaktin lögð af vegna fjárhagsvanda lögreglunnar á Vesturlandi og mótmæltu bæjaryfirvöld þeirri ráðstöfun harðlega. Bæjarráð þakkaði Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra fyrir erindið og í bókun ráðsins er því fagnað að tekin hafi verið upp sólarhringsvakt á Akranesi. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00