Fara í efni  

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur

Árlega gerir Capacent Gallup viðhorfskönnun meðal íbúa um ýmsa þjónustuþætti sveitarfélagsins. Könnunin er lögð fyrir í 19 stærstu sveitarfélögum landsins og er úrtakið er um 8000 þúsund manns. Þau sveitarfélög sem taka þátt eru Akranes, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Akureyri, Reykjavík, Hveragerði, Fljótsdalshérað, Hafnarfjörður, Kópavogur, Ísafjarðarbær, Norðurþing, Grindavík, Skagafjörður, Vestmannaeyjar, Fjarðabyggð, Borgarbyggð, Reykjanesbær og Árborg. Íbúar meta þannig þjónustuþætti bæði út frá eigin reynslu en einnig út frá orðspori þar sem allir eru spurðir um þjónustuþætti, hvort sem þeir nýta sér þjónustuna eða ekki.  

Í niðurstöðum fyrir árið 2015 kemur Akraneskaupstaður mjög vel út þegar kemur að þjónustuþáttum sem tengjast barnafjölskyldum. Akraneskaupstaður er í einu af þremur efstu sætunum þegar kemur að ánægju með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins, með 4,3 stig af 5 mögulegum og með meðaltal á landsvísu 3,9 stig. Einnig er Akraneskaupstaður í einu af þremur efstu sætunum þegar kemur að ánægju með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins, með 4,2 stig og meðaltal á landsvísu 3,8 stig. Þá er kaupstaðurinn í einu af efstu fimm sætunum yfir mat á þjónustu við barnafjölskyldur, með 3,9 stig og meðaltal á landsvísu 3,5 stig.

Akraneskaupstaður kemur að öllu jöfnu vel út í öðrum þjónustuþáttum sveitarfélagsins sem spurt er um, þrátt fyrir lækkun á milli ára bæði hjá Akraneskaupstað sem og hjá sveitarfélögum almennt á landsvísu. Sveitarfélagið er í eða yfir meðaltali í öllum þáttum nema í þjónustuþáttum varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar og með gæði umhverfisins. 

Að mati bæjarstjóra er könnun sem þessi afar gott veganesti fyrir stjórnendur og bæjaryfirvöld þar sem markmiðið er ætíð að bæta þjónustustig sveitarfélagsins en á sem hagkvæmastan hátt. „Það sem við viljum gera til viðbótar er að bera saman kostnað í einstaka málaflokkum og viðhorf til þjónustunnar” segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.

Hér er hægt að skoða niðurstöður fyrir Akraneskaupstað.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00