Fara í efni  

Á þriðja tug umsókna um starf fjármálastjóra

Tuttugu og fjórar umsóknir bárust um starf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar en tveir umsækjendur drógu umsókn sína tilbaka. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 30. september síðastliðinn. Það er ráðningafyrirtækið Capacent sem heldur utan um úrvinnslu umsókna. Umsækjendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:

Andrés Helgi Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
Andri Úlfarsson, framkvæmdastjóri
Birgir Finnbogason,  sjálfstætt starfandi
Brynjar Sigurður Sigurðarson, viðskiptastjóri
Börkur Ingvarsson, verkefnastjóri
Dagný Sverrisdóttir, sérfræðingur
Daisy Heimisdóttir, B.Sc fjármálaverkfræði
Erlingur Pétur Úlfarsson, verkefnastjóri
Guðbjörg Eggertsdóttir, sjálfstætt starfandi
Guðrún Helga Guðjónsdóttir, aðalbókari
Gunnar Ingi Hjartarson, sjálfstætt starfandi
Hinrik Fjeldsted, deildarstjóri
Jóhannes Gíslason, sölufulltrúi
Kári Steinn Reynisson, viðskiptastjóri
Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri
Kristrún Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
Magnús Sigurðsson, sérfræðingur
Olga Hanna Möller, sérfræðingur
Ólöf Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Ragnar Pétursson, framkvæmdastjóri
Sif Jónsdóttir, verkefnastjóri
Þorgeir Hafsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri

Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði fjármála. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er fjármálastjóri staðgengill hans. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00