Fara í efni  

UMBREYTING – Eitthvað verður annað

Samsýning átta nemenda og fjögurra kennara úr Grundaskóla. Leiðbeinandi verkefnisins er Helena Guttormsdóttir listakona sem opnaði verkefnið og hjálpaði þátttakendum að sjá hlutina í nýju ljósi og öðru samhengi.

Ofgnótt og neysluhyggja einkenna samtímann. Í hlutum sem höfðu mikil verðmæti en eru núna lítils virði leynast tækifæri til endurnýtingar, endurhönnunar og endursköpunar. Það er viðfangsefni hópsins að þessu sinni auk þess að samþætta ólíkar listgreinar og stuðla að samvinu nemenda og kennara óháð aldri og reynslu. Hluti efniviðarins er gamalt dót úr Grundaskóla sem átti að farga.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Akraneskaupstað.

Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 29. október kl. 14:00 í gamla matsalnum í Sementsverksmiðjunni.

Sýningin verður opin frá 29. okt. – 5. nóv, virka daga kl. 16.00 - 18.00 og um helgar kl. 14.00 - 18.00.

Allir velkomnir, frítt inn.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00