Fara í efni  

Þjóðhátíðardagurinn á Akranesi

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur á Akranesi þann 17. júní ár hvert. Dagskráin í ár er eftirfarandi:

10:00-13:00 Þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu:

  •  Byggðasafnið í Görðum opið frá kl. 10:00-17:00, frítt inn
  •  Sýningin Keltnesk arfleifð á Vesturlandi í Guðnýjarstofu
  • Kökuhlaðborð í Garðakaffi allan daginn, opið frá kl. 10:00-17:00
  • Gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning
  • Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra teyma undir börnum milli kl. 12:00-13:00
  • Andlitsmálun
  • Blöðrur og annað 17. júní dót til sölu

10:00-18:00 Akranesviti opinn
Farið á fjörur, ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur prýðir veggi vitans.

12:00-18:00 Portland Vinnustofur, Ægisbraut 30
Opið á vinnustofum, heitt á könnunni, skemmtilegur félagsskapur og hægt að gera góð kaup.

13:00-14:00 Akraneskirkja, Hátíðarguðsþjónusta
Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Nýstúdent FVA heldur ræðu.

14:00-17:00 Safnaðarheimilið Vinaminni – Hátíðarkaffisala
Kaffisala kirkjunefndar Akraneskirkju. Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 6-12 ára. Athugið að enginn posi verður á svæðinu.

14:00-18:00 Merkurtún - Hoppukastalar fyrir börnin

15:00 Skrúðganga
Gengið verður frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut undir dynjandi takti Skólahljómsveitar Akraness. Gangan endar við Akratorg.

15:20-17:20 Dagskrá við Akratorg:

  • Fánahylling í umsjón Skátafélags Akraness
  • Örn Arnarson flytur hátíðarræðu
  • Ávarp fjallkonu
  • Karlarnir úr Kór Akraneskirkju, leiða þjóðsönginn og flytja ættjarðarlög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.
  • Bæjarlistamaður Akraness 2017 heiðraður
  • Tónlistaratriði
  • Samkvæmisdans, Dansstúdíó Írisar
  • Fimleikastökk
  • Dagskrá líkur með heimsókn úr Fjarskalandi sem er áætluð kl. 17:00

20:30-00:30 Garðakaffi - Bjórvakning að sumri
Gestir fá að bragða á framleiðslu brugghúsa og bruggmeistara með viðeigandi fræðslu. Miðasala í Garðakaffi. Takmarkaður sætafjöldi.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00