Fara í efni  

Bæjarbytturnar, brennivínið og bannárin

Sýning sem fjallar um forsögu þess að vínbannið var sett á og þær hreyfingar sem börðust fyrir banninu t.d. Templara og Ungmennafélögin. Jafnframt er fjallað um bruggaðferðir og þekkta Skagamenn sem þótti sopinn góður s.s. Guðmund Árnason í Halakoti og Oddi sterka. Þá gefst gestum kostur á að hlusta á stutta umfjöllun Stefáns Pálssonar á sýningunni.

Sýningin er staðsett í Stúkuhúsinu sem er á svæði Byggðasafnsins í Görðum og opin á opnunartíma Garðakaffis: þriðjudaga-laugardaga frá kl. 10-18.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Vísa eftir Örn Arnarson um Odd sterka – þegar hann fékk sér far á skútu

Drakk um lokin drengja mest,
Dró í moki vænst og flest,
í stólpa roki stóð sig bezt,
stýrði í þoku A-V

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00