ForsíðaÞjónustaStjórnsýslaMannlífUmhverfi og framkvæmdir English Dansk Lithuanian Polski Deutsch
Hvað viltu gera?
Fréttir
Prenta vefsíðu
9. desember 2003 10:53

Útvarp Akranes slær alltaf í gegn

Útvarp Akranes er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi bæjarbúa og var

nú sem undanfarin 15 ár starfrækt á vegum Sundfélags Akraness um síðustu helgi eða fyrstu helgina í desember.  Útvarpið var nánast alla helgina og sent úr frá hljóðveri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Að sögn Lárusar Ársælssonar höfðu foreldrar og aðstandendur í Sundfélagi Akraness mikla ánægju af því að starfa við útvarpið, enda hafa bæjarbúar sýnt þessu framtaki mikinn áhuga og stutt við bakið á okkur.

Mikill metnaður var lagður í að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega.  Útvarpshlustun hefur alltaf verið mjög góð og í raun aukist á milli ára og hafa margir góðir dagskrárgerðarmenn komið fram á sjónarsviðið hér á Skaganum.  Að lokum vill Sundfélag Akraness þakka öllum þeim sem komu að þáttagerð útvarpsins með einum eða öðrum hætti og þeim sem keyptu auglýsingar.


 
RSS frá Akranesi
Akraneskaupstaður | kt:410169-4449 | Sími 433 1000 | Fax 433 1090 | Stillholt 16-18, 300 Akranes | Vefstjóri: akranes@akranes.is
Íslensku vefverðlaunin 2008